Systkinabókin
Lesa meiraHetjubókin
Lesa meiraVinabókin
Lesa meiraKnúsbókin
Lesa meiraBrosbókin
Lesa meira
Kötturinn sem átti milljón líf, Hvíti björninn og litli maurinn, Systkinabókin
Útgáfa myndabóka fyrir börn er afar fjölbreytt í ár, bæði þegar um er að ræða frumsamin íslensk verk og þýðingar á erlendum bókum. Hér verða skoðaðar þrjár nýútkomnar myndabækur, tvær þar sem dýr eru í aðalhlutverki og svo systkinasaga, þar sem aðalpersónan eignast lítinn bróður og þarf að takast á við ýmsar breytingar sem því fylgja.
Af hundum og hetjum
Myndabækur fyrir yngstu börnin eru yfirleitt fullar af gagnlegum lærdómi, þar sem er reynt að koma á framfæri ýmsu sem snertir tilveru barna, á hátt sem þau skilja. Oft er fjallað um hversdagslegar aðstæður sem börn geta lent í eða vandamál sem þau geta staðið frammi fyrir og stungið upp á lausnum. Myndirnar eru afar mikilvægar fyrir söguna og bæta miklu við textann sem er gjarnan einfaldur og skýr; þær eru gjarnan fullar af smáatriðum sem segja hluta af sögunni, auk þess sem hægt er að sýna svipbrigði og tilfinningar persóna til að gera söguna dýpri og gæða hana lífi.. .
Freyja Dís, Knúsbókin og Skrímslakisi
Myndabækur ætlaðar yngstu lesendunum þurfa bæði að hafa áhugaverðan söguþráð og myndskreytingar sem grípa ekki bara augað heldur líka hugann. Samspil mynda og texta mynda heild sem er lesin saman og oft færa sögurnar lesendum boðskap. Þegar vel tekst til fær ímyndunarafl lesandans þannig að njóta sín út frá söguþræði og myndskreytingum á sama tíma og hann lærir sitthvað um lífið og tilveruna. Myndabækurnar Freyja Dís sem vildi BARA dansa og dansa, Knúsbókin og Skrímslakisi eru mjög ólíkar bækur þar sem vel tekst til bæði við að virkja ímyndunarafl lesandans og vekja áhuga hans.