Beint í efni

Þar og þá

Þar og þá
Höfundur
Steinunn Sigurðardóttir
Útgefandi
Almenna bókafélagið
Staður
Reykjavík
Ár
1971
Flokkur
Ljóð

Úr Þar og þá:

Konan í þokunni

Þar villtist konan í þokunni
afþví hún áfram gekk
en átti að vera kjur.
Aumingja konan í þokunni
allt sá hún vitlaust
og ekkert rétt.
Svo settist hún niður
eftir þrjú ár í þokunni
og áði um stund.
Þegar dagur rann
þá varð hún að steini
konan í þokunni
afþví hún hafði áfram gengið
en átt að vera kjur.
 

Fleira eftir sama höfund

Tidstjuven

Lesa meira

Tidsrøveren

Lesa meira

Hundrað dyr í golunni

Lesa meira

Hugástir

Lesa meira

Gletschertheater

Lesa meira

Frænkuturninn

Lesa meira

Frænkuturninn

Lesa meira

Fiskarnas kärlek

Lesa meira

Fiskenes kærlighed

Lesa meira