Af bókarkápu:
Helga M. Níelsdóttir er mikil mannkosta- og atorkukona.
Hún hefur þorað að standa á eigin fótum í þjóðfélagi, þar sem karlmenn ráða ríkjum.
Helga hefur tekið á móti 3800 börnum um dagana. Tvö stórhýsi hefur hún reist í Reykjavík og rak í sjö ár stórt fæðingarheimili. Í ljósmóðurstarfi sínu í höfuðborginni kynntist hún vel heimilum fólks, m.a. á tímum kreppu og hernáms. Hún segir hispurslaust frá því sem fyrir bar og er óhrædd við að greina skoðanir sínar. ,,Þegar barn fæðist, ríkir gleði meðal viðstaddra, segir Helga M. Níelsdóttir. ,,Ég hef verið svo lánsöm að geta glaðst yfir lífsundrinu aftur og aftur.