Beint í efni

Tíminn á leiðinni

Tíminn á leiðinni
Höfundur
Steinunn Sigurðardóttir
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2022
Flokkur
Ljóð

Um bókina

Tíminn á leiðinni er ellefta ljóðabók höfuðskáldsins Steinunnar Sigurðardóttur. Meginstef hennar er tíminn sjálfur, ýmist gjöfull eða grimmur; kynslóðir sem koma og fara, árstíðir, upphaf og endalok – horft er bæði inn á við og út í heiminn, á náttúruna, lífið sjálft. 

Úr bókinni

Um yfirburði tímans og fleira

 

Dauðinn er það sem hann er.

Að því leyti áreiðanlegri viðskiptis en tíminn

sem er svo makalaust óáþreifanlegur að það sést ekki einu sinni

hvort hann ferðast í hring, út á hlið, eða hreinlega afturábak.

og enginn veit heldur hvaðan hann kemur eða hvert hann fer.

- -

Þrátt fyrir óbilandi áreiðanleika dauðans

er það án vafa svikull tíminn sem ræður ferðinni

og dauðinn er hans auðmjúkur þjónn

sem villir á sér heimildir í gervi lestarstjórans.

- -

Þótt dauðinn sé þræll tímans

breytir það því ekki að hann er verkfræðingur andskotans.

Hvort sem hann nálgast viðskiptavininn í sadistalíki

með langvarandi og hugmyndaríkum pyntingum

eða hann kemur með fallöxina á hjólum

meðan þú sefur fast.

Svo verklaginn að þú rumskar ekki

þegar hann færir höfuðið á þér út fyrir rúmstokkinn.

Svo snöggur að þú nemur ekki hvininn

og hefur aldrei hugmynd um að af er höfuðið.

Fleira eftir sama höfund

Tidstjuven

Lesa meira

Tidsrøveren

Lesa meira

Hundrað dyr í golunni

Lesa meira

Hugástir

Lesa meira

Gletschertheater

Lesa meira

Frænkuturninn

Lesa meira

Frænkuturninn

Lesa meira

Fiskarnas kärlek

Lesa meira

Fiskenes kærlighed

Lesa meira