Konan sem elskaði fossinn
Lesa meiraLjósmóðirin
Lesa meiraRíkey ráðagóða
Lesa meira
Blóðberg, Aldrei nema kona, Hansdætur, Konan sem elskaði fossinn
Fjórar sögulegar skáldsögur sem koma út í ár eiga það sameiginlegt að fjalla um líf og stöðu kvenna á Íslandi fyrr á öldum. Þessar bækur eru að mörgu leyti mjög ólíkar en fjalla þó allar um íslenska sögu og samfélag út frá sjónarhóli kvenna.
Ljósmóðirin
Ljósmóðirin er söguleg skáldsaga sem kom út fyrir síðustu jól og segir sögu Þórdísar Símonardóttur ljósmóður á Eyrarbakka á árunum í kringum aldamótin 1900. Ljóst er að mikil heimildavinna og rannsóknir liggja að baki söguefninu sem Eyrún fléttar svo inn í skáldskaparlegt samhengi. Sagan rekur því ekki aðeins sögu Þórdísar ljósmóður heldur gefur hún sannfærandi mynd af því hvernig íslenskt sveitasamfélag gæti hugsanlega hafa verið fyrir um hundrað árum.
Fíasól í Hosíló og Ríkey ráðagóða
Í allri umræðunni um fegurðardrottningu Íslands sem varð ungfrú alheimur nú fyrir skemmstu er afskaplega hressandi að setjast niður og lesa tvær barnabækur um stelpur sem eru gersamlega lausar við prinsessudrauma. Hinsvegar dreymir þær báðar um að veiða fisk! (án þess þó að vilja borða hann). Þótt nokkur aldursmunur sé á þeim Fíusól og Ríkey eiga þær það sameiginlegt að vera afskaplega lítið dömulegar, í raun má segja að báðar sögurnar geri sitt besta til að skapa persónur sem eru fyrst og fremst krakkar, og síðan stelpur, ef svo má segja: að því leyti finnst mér að báðar bækurnar ættu að geta höfðað jafnt til stráka og stelpna.