Djöflastjarnan
Lesa meiraNemesis
Lesa meiraDoktor Proktor og prumpuduftið
Lesa meira
Djöflastjarnan, Sumardauðinn og Skurðlæknirinn
Sumarið er tíminn sem margir hafa til að lesa - allt það sem ekki hefur gefist tími til. Hvíldardagar sumarleyfisins kalla beinlínis á bækur og þá er ekki úr vegi að snúa sér um stund frá fjölskylduamstri, garðhúsgögnum og veðuráhyggjum og hverfa inn í heim myrkraverka. Þetta virðast glæpasagnahöfundar hafa verið að uppgötva, því þrjár þeirra nýju sagna sem út komu á þessu ári gerast að sumri til, með tilheyrandi hitamistri.
Fjórar glæpasögur frá Undirheimum
Það var óneitanlega svolítið sérstakt að eyða páskunum meðal norrænna glæpa, sem flestir tengdust fortíðinni með einum eða öðrum hætti, misfjarlægri þó. Þannig ferðaðist ég frá vesturheimi til smábæjar í Svíþjóð, þaðan til lítillar sænskrar eyjar og endaði loks í Osló. Ég fræddist um norræna vesturfara, og sannfærðist um að smábæjarlífið myndi gera mig brjálaða, en gladdist yfir því að heimsækja Osló og litast svolítið um þar.
Ottólína og gula kisan / Doktor Proktor og prumpuduftið
Það er eitthvað sérstaklega dýrmætt við það bessaleyfi sem barnabækur taka sér í bulli. Hugmyndafluginu er gefinn algerlega laus taumur og fyrstu skotmörkin eru raunsæi (sem er leiðindapúki) og trúverðugleiki (sem er fúll). Hláturtaugarnar eru kitlaðar hressilega í tveimur þýddum barnabókum sem einkennast af líflegu taumleysi, Ottólína og gula kisan eftir Chris Riddell, breskan barnabókahöfund og myndasöguhöfund og Doktor Proktor og prumpuduftið eftir norska glæpasöguhöfundinn Jo Nesbø.