Beint í efni

Jónas Reynir Gunnarsson

Æviágrip

Jónas Reynir Gunnarsson fæddist árið 1987 í Reykjavík. Hann ólst upp í Fellabæ, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Egilsstöðum og lauk grunn- og meistaranámi í ritlist frá Háskóla Íslands. 

Fyrsta bók Jónasar var ljóðabókin Leiðarvísir um þorp sem kom út árið 2017 og sama ár hlaut hann bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðabókina Stór olíuskip. Um haustið kom svo út skáldsagan Millilending. Árið 2020 fékk Jónas Reynir Maístjörnuna, ljóðabókaverðlaun sem Rithöfundasamband Íslands og Landsbókasafnið standa að, fyrir Þvottadaga. Árið 2020 var skáldsaga Jónasar, Dauði skógar, tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.