Ljósberi
Lesa meira
Ljósberi
Ljósberi eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson hlaut íslensku barnabókaverðlaunin árið 2021 og er fyrsta bókin í Síðasti seiðskrattinn þríleiknum. Bókin er unglinga fantasía og fyrsta skáldsaga höfundar fyrir eldri lesendur, en hann hefur áður sent frá sér barnabækur og leikrit um Benedikt búálf. Það má með sanni segja að Ljósberi sé langt frá litríkum síðum barnabókanna en þessi saga fæddist að sögn höfundar út frá martröð sem hann dreymdi. Í upphafi sögunnar fær Bjarni, ein af aðalsöguhetjunum, sambærilega martröð.