Lungu
Lesa meiraLungu er skáldsaga sem teygir anga sína vítt og breitt um tuttugustu öldina og langt inn í fjarlæga framtíð.Málleysingjarnir
Lesa meira
Með lungunum öndum við
Og þessa alþjóðlegu sögu með alþjóðlegu persónum spinnir höfundur af svo miklu áreynsluleysi að það er líkt og að sagan hafi flætt frá honum í einum stöðugum straumi. Og lesandinn lætur sig falla í strauminn og flýtur með, nýtur þess að kynnast sögupersónum á ólíkum æviskeiðum þeirra, kynnast fjölskylduflækjum þeirra, jafnt og hinum ýmsu kunnuglegu sálarflækjum sem skapa persónuleika hvers og eins.
Málleysingjarnir
„Ekki herma eftir mér!“ (8) orgar hinn rúmenski Mihail á skólafélaga sína í fyrsta kafla skáldsögunnar Málleysingjarnir, fyrstu bók Pedros Gunnlaugs Garcia. Ákall Mihail setur tóninn fyrir bókina, sem eins og titillinn gefur til kynna skoðar þær takmarkanir sem samskipti manna (og dýra) lúta. Þótt persónurnar reyni að skilja hvor aðra enda þær oftar en ekki á að spegla sig í augum viðmælanda sinna frekar en að meðtaka þá sem lifandi verur. Ljóst er að meira þarf til en sameiginlegt tungumál til öðlast skilning og samkennd, og að þegar tungumáli er beitt á ójöfnum grundvelli getur það auðveldlega umbreyst í tæki valdníðslu og ofbeldis.