Ógæfusama konan: ferðalag
Lesa meiraSilungsveiði í Ameríku
Lesa meiraVatnsmelónusykur
Lesa meiraSvo berist ekki burt með vindum
Lesa meira
Ógæfusama konan
Bók eins og Ógæfusama konan eftir Richard Brautigan á því miður á hættu að fara algjörlega framhjá manni á meðan jólabókaflóðið svokallaða stendur yfir. Þetta er lítið kver í kiljuútgáfu sem lætur ekki mikið yfir sér. Kápan er stílhrein og falleg, rauð og hvít að lit og skartar myndum af skáldinu á forsíðu og baksíðu eins og útgáfur verka Brautigan gera gjarnan. Bókin er gefin út af litlu forlagi á Akranesi sem kallast Uppheimar og hefur staðið sig einkar vel í útgáfu á vönduðum þýðingum síðustu ár. Gyrðir Elíasson þýðir bókina en þetta er fjórða bók Brautigan sem hann snýr á íslensku.