Nótt úlfanna
Lesa meiraVið enda hringsins
Lesa meira
Nótt úlfanna
Bók norska rithöfundarins Toms Egeland, Við enda hringsins, kom út á íslensku í fyrra og vakti nokkra athygli. Var henni í auglýsingum líkt við Da Vinci lykilinn. Hægt er að láta sér detta í hug ýmsa aðra höfunda en Dan Brown sem skrifa á svipuðum nótum og eru flestir þeirra allnokkuð betri en hann. Aðallega eru það bandarískir höfundar sem leggja rækt við spennutryllinn en breskir eiga það til líka, sérstaklega þeir sem fást við njósnasögur. Má nefna Frederick Forsyth og Ken Follett. Frekar á Egeland eitthvað sammerkt með þeim heldur en Brown. Af bókum bandarískra höfunda sem Nótt úlfanna svipar til má nefna Hostage eftir Robert Crais, Critical Mass eftir Steve Martini og Lee Child kemur einnig upp í hugann.
Við enda hringsins og Eltingarleikurinn
Stundum virðist bókmenntasagan samanstanda af Stórum Bókum, bókum sem á einn eða annan hátt marka þáttaskil, kannski ekkert endilega hvað varðar bókmenntaleg gæði, heldur frekar áhrifamátt og eftirfylgni. Á tímum upplýsingasamfélagsins eða fjölmiðlasamfélagsins er enn auðveldara fyrir slíkar Stórar Bækur að þrífast, því það er eins og þegar umræðan fari af stað þá geri hún ekki annað en að þenjast út. Þegar litið er yfir bókmenntalandslagið eins og það er í augnablikinu gnæfa þar uppúr tveir risar, Da Vinci lykillinn og Harry Potter, en áhrifamáttur þeirra félaga er óumdeilanlegur. Þannig eru til dæmis áhrif Da Vinci lykilsins svo mikil að óskup venjulegur norskur höfundur er skyndilega orðinn metsöluhöfundur, og það þótt hans bók hafi komið út á undan lyklinum.