Af bókarkápu:
,,Skapgerð mín er þannig að ég get haft ánægju af flestu, sem ég geri; gæfan í lífinu byggist að miklu leyti á þeim gullvæga eiginleika.
Þetta segir Björn Pálsson, bóndi á Löngumýri og fyrrum alþingismaður. Af eiginleikum lífsins metur hann mest gamansemi og frelsi. Hann lætur engan kúga sig eða kúska, hvorki bankastjóra, sýslumenn né ráðherra. Kímnin situr jafnan í fyrirrúmi og frásagnargleðin er ósvikin, hvort sem Björn segir frá bernsku sinni og búskap, þingstörfum eða málaferlum, en um þau kemst hann svo að orði: ,,Ef menn þurfa að standa í málaferlum, er best að reyna að hafa gleði af því og gera það svo vel að þeir vinni málin; þá er þetta mun ódýrari skemtun en að flækjast til Mallorka!