Af bókarkápu:
,,Gamanmál eru nauðsynleg, en að baki þeim býr alvara lífs og dauða, segir Eiríkur Kristófersson skipherra á einum stað í þessari fjörugu og óvenjulegu viðtalsbók. Eiríkur er orðinn 101 árs, en er enn hress í bragði og lætur engan bilbug á sér finna. Hann er tvímælalaust einn merkasti sjógarpur á þessari öld. Fjórtán ára gamall gerðist hann skútukarl, nam síðan í Stýrimannaskólanum, var farmaður um skeið, en starfaði síðan hjá Landhelgisgæslunni frá upphafi. Í þorskastríðinu fyrsta varð hann þjóðhetja vegna vasklegrar framgöngu sinnar í viðureign við breska sjóherinn.