Æviágrip
Ari Trausti Guðmundsson fæddist í Reykjavík þann 3. desember 1948. Hann er íslenskur í föðurætt en móðurættin teygir sig til Þýskalands, Póllands og Austurríkis.
Ari Trausti stundaði nám við Háskóla Íslands og í Osló, með áherslu á jarðeðlisfræði og jarðfræði og vann meðal annars við rannsóknarstörf, blaðamennsku, kennslu, leiðsögn og ferðaþjónustu til ársins 1987. Eftir það hefur hann verið sjálfstætt starfandi og til dæmis sinnt ýmis konar faglegri ráðgjöf, fyrirlestrum, ferðaþjónustu, kynningu á vísindum, ritstörfum og dagskrárgerð fyrir sjónvarp og útvarp.
Hann hefur haft umsjón með tugum útvarpsþátta- og þáttaraða og enn fleiri heimildarmyndum, sjónvarpsþáttum og -þáttaröðum, meðal annars um vísindi og nýsköpun. Ari Trausti hefur stundað ferðalög, útivist og fjallamennsku í áratugi, bæði hér heima og víða um veröld. Meðal annars hefur hann leitt íslenska ferðahópa til Mongólíu, Nýja-Sjálands og Ekvador. Hann hefur farið mjög víða um norðurslóðir og til fjölda landa í Evrópu, Asíu og Suður-Ameríku í leit að fjöllum til að klífa.
Fyrsta skáldverk Ara Trausta, smásagnasafnið Vegalínur, kom út árið 2002 og hlaut það Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness. Áður höfðu ljóð og smásögur eftir hann birst í tímaritum og safnritum. Síðan hefur hann sent frá sér bæði ljóðasöfn og skáldsögur. Að auki hefur Ari Trausti stundað margvísleg önnur ritstörf, svo sem stjórnmálaskrif, þýðingar og skrif vegna landkynningar eða umhverfismála. Flestar bækur hans, allt frá 1980, fjalla um jarðfræði, eldfjallafræði, stjörnufræði, umhverfisvernd, ferðaslóðir og fjallamennsku. Hann hefur einnig unnið að hönnun sýninga eða safnahluta og útbúið sýningarefni á Íslandi og erlendis. Þá hefur hann lagt stund á myndlist og haldið nokkrar sýningar á teikningum sínum og vatnslitamyndum.
Greinar
Um einstök verk
Blindhæðir
Úlfhildur Dagsdóttir: „Ljóðið segir frá“
Bókmenntavefurinn, umfjöllun um bækur, sjá hér
Leiðin að upptökum Orinoco
Kolbrún Lilja Kolbeinsdóttir: „Tregablandið ævintýri“ (ritdómur)
Spássían 2012, 3 (sumar), bls. 11
Leiðin að heiman
Sigríður Albertsdóttir: „Leiðin að heiman er leiðin heim“
Tímarit Máls og menningar 2007, 68 (1) bls. 90-91
Sálumessa
Ingvi Þór Kormáksson: „Aldarfarslýsingar“
Bókmenntavefurinn, umfjöllun um bækur, sjá hér
Borgarlínur
Úlfhildur Dagsdóttir: „Fluga á vegg“
Bókmenntavefurinn, umfjöllun um bækur, sjá hér
Verðlaun
2010 - Viðurkenning Siðmenntar: Fyrir miðlun vísinda til almennings
2007 - Viðurkenning RANNÍS: Fyrir miðlun vísinda til almennings
2002 - Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness: Vegalínur
2000 - Viðurkenning Rithöfundasambandsins (fræðibókahöfundar)
1999 - Aurelio Pecei verðlaunin (Ítalía): Fyrir starf að umhverfismálum og kynningu á náttúru og vísindum, einkum fyrir ungt fólk
1999 - Pálsvarðan: Fyrir kynningu á náttúru og landi fyrir almenning
1996 - Verðlaun prentiðnaðarins: Vatnajökull - frost og funi
Tilnefningar
2001 - Íslensku bókmenntaverðlaunin (fræðibækur og bækur almenns efnis): Íslenskar eldstöðvar
1998 - Umhverfisverðlaun Norðurlanda
Veröld í vanda: umhverfismál í brennidepli
Lesa meiraÍslenskur jarðfræðilykill
Lesa meiraBæjarleið
Lesa meiraIceland ablaze: answers to the questions you ask
Lesa meiraGagnvegir - um víða veröld: frásagnir af ferðalögum og lærdómum
Lesa meiraÍslensk fjöll: gönguleiðir á 151 tind
Lesa meiraLeitin að upptökum Orinoco
Lesa meiraEyjafjallajökull on Fire
Lesa meira
Jörðin
Lesa meiraVísindabókin
Lesa meiraSkrautsteinar
Lesa meiraHvalir við Ísland: risar hafdjúpanna í máli og myndum
Lesa meiraSteinaríkið
Lesa meiraAlheimurinn og jörðin
Lesa meira