Hinn litlausi Tsukuru Tazaki og pílagrímsár hans
Lesa meiraNorwegian Wood
Lesa meiraEftir skjálftann
Lesa meira
Hinn litlausi Tsukuru Tazaki og pílagrímsár hans
Bókin hefst á því að lýsa lífsleiða aðalsöguhetjunnar, Tsukuru Tazaki, sem er 36 ára gamall og býr einn í lítilli íbúð í Tókýó. Ástæða þessa hugarástands er sú að á öðru ári í háskóla hættu vinir hans skyndilega að hafa samskipti við hann. Og þó Tazaki hafi náð sér upp úr þunglyndinu að mestu setur þessi reynsla mark sitt á allt líf hans og samskipti við fólk. Í nútíma sögunnar hefur hann kynnst konu og opnar sig meira fyrir henni en nokkru sinni áður, og það er hún sem hvetur hann til að gera upp þetta gamla mál, róta í sárinu og heimsækja hina fyrrum vini.
Eftir skjálftann
Japanski rithöfundurinn Haruki Murakami segist vera skáldsagnahöfundur. Hann segir að ef skáldsögurnar hans yrðu dregnar frá honum þá væri ekkert eftir. Þetta er setning sem gæti komið beint úr munni einhverrar sögupersónu Murakamis, líklegast þó einhverrar konunnar, sem eru stöðugt að hverfa, stundum bókstaflega, en allavega alltaf úr lífi karlmannanna. Og athugasemdin kemur að sjálfsögðu ekki í veg fyrir að Murakami skrifi annað en skáldsögur, á ensku hafa komið út eftir hann tvö smásagnasöfn og ein viðtalsbók.
Norwegian Wood
Ef ég hefði mátt velja, þá hefði Norski skógurinn verið síðasta bókin eftir Haruki Murakami sem ég hefði lesið aftur. Ekki svo að skilja að þessi skáldsaga sé léleg, mér finnast hinar sögurnar hans bara svo miklu betri. En þó, þegar ég var komin af stað í ágætri þýðingu Ugga Jónssonar þá átti ég erfitt með að láta bókina frá mér og sem fyrr, þegar tækifæri gefst til vandlegs endurlesturs, uppgötvast alveg nýir hlutir og hliðar og ég fylltist gleði yfir því að til eru höfundar eins og Murakami. Norwegian Wood, eins og bókin heitir í íslenskri þýðingu, kom fyrst út árið 1987 í Japan undir nafninu Noruwei no mori og gerði höfundinn frægan, næstum á einni nóttu, auk þess að auka söluna á bítlaplötunni með samnefndu lagi, “Norwegian Wood”. Fram að þessu hafði Murakami ekki notið neinna sérstakra vinsælda í heimalandi sínu eins og hann lýsir í einni smásögunni í nýútkomnu smásagnasafni, Blind Willow, Sleeping Woman.