Úr Kvæðum 90:
Smyrillinn
Smyrillinn er hvás og hviss loftsins
við eyra þér, Sesselja, seinboðinn
gestur við borð þitt, ekkert
2
fær náð banvænum hlustum hans fremur
en skoppandi morðvissri byssukúlu
þegar hann er í veiðihug
3
þegar hann sezt birtist lítill hnoðri
í smekklegum litum blár bleikrauðgulur
kyrrlátari en nokkur gestur í mat
4
og engan veginn frábitinn samneyti
ef þú sjálf ert hógvær og lítillát
kíkí kíkí, kíkí kíkí.
(s. 15)