Jump to content
íslenska

Ég er ekki dramadrottning (I Am Not a Drama Queen)

Ég er ekki dramadrottning (I Am Not a Drama Queen)
Author
Sif Sigmarsdóttir
Publisher
Mál og menning
Place
Reykjavík
Year
2006
Category
Young Adult

um bókina

Þegar Emblu er tilkynnt að fjölskyldan ætli að flytja til Lundúna, þar sem kærasti mömmu hennar er að fara í meistaranám í peningum, ákveður hún að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir það. Hún vill ekki yfirgefa líf sitt í Reykjavík, vinkonurnar og síðast en ekki síst ... GK (fullu nafni Gangandi Kynþokki). En það er enginn barnaleikur að vera unglingur og ætla að snúa á hina fullorðnu. Mun Emblu takast ætlunarverk sitt? Eða mun mamma hennar hafa betur? Eða ... mun Embla ef til vill roðna svo mikið einn daginn þegar foreldrar hennar verða henni til skammar – einu sinni sem oftar – að hausinn á henni springur og hún þarf að gefa stráka upp á bátinn, því hver vill fara á stefnumót með hauslausum búk? Raunsönn frásögn um örlög saklausrar unglingsstúlku sem ER EKKI DRAMADROTTNING!

 

úr bókinni

"Jess, æ vúdd læk vonn hammbörger, plís." Mamma ræskti sig. "Hvað viljið þið stelpur?"

Við Tinna náðum rétt svo að stynja upp hvað við vildum á milli hláturroka. Enski hreimurinn hennar mömmu var það fyndnasta sem ég hafði heyrt síðan ég heyrði dýrslega ópið sem Rebekka rak upp þegar hún hafði ætlað að aflita á sér hárið en endaði gráhærð eins og virðulegasti eldriborgari. 

"Fæv hammbörgers," sagði mamma. Hún talaði ensku með ofuríslenskum hreim, eins og Björk þegar hún var fyrst að meika það í útlöndum.

"Nó, nó! Fæv!" hrópaði mamma og veifaði fimm fingrum framan í lítinn, feimnislegan strákling sem rétt náði upp fyrir afgreiðsluborðið.

"Ætli þessi sé nýútskrifaður af leikskóla?" hvíslaði ég að Tinnu.

"Til hvers ertu að hvísla?" spurði hún. "Hann skilur ekki hvað þú segir.

Það rann upp fyrir mér ljós. Á meðan við vorum í Lundúnum áttum við okkur leynisamskiptamáta, tungumál sem enginn skildi. Við gátum sagt það sem við vildum án þess að nokkur vissi hvað okkur fór á milli.

"Djöfull er þessi með ógeðslega stórt nef," sagði ég hátt og snjallt um leið og ég hnykkti höfðinu í átt að konu sem stóð í röðinni við hliðina á okkur.

Tinna hló. "Sjáðu þennan," sagði hún og benti á fætur manns sem stóð við afgreiðsluborðið. "Hann hlýtur að nota skó númer 3000."

"Hvað er eiginlega að ykkur, stelpur? Mamma var mætt með kvöldmatinn á plastbakka, pakkaðan inn í heilan regnskóg af umbúðum.  "Viljið þið gjöra svo vel að hætta þessum dónaskap og það strax!"

(s. 63-64)

 

 

 

More from this author

Djásn (Crown Jewel)

Read more

Einu sinni var dramadrottning í ríki sínu (Once Upon a Time There Was a Drama Queen in Her Kingdom)

Read more

I am traitor

Read more

Moi, Edda, reine des faux plans

Read more

Sjúklega súr saga

Read more

The sharp edge of a snowflake

Read more

Ég er svikari (I Am Traitor)

Read more

La fille qui jouait avec le feu

Read more

Das dunkle Flüstern der Schneeflocken

Read more