Jump to content
íslenska

Krókaleiðir (Detours)

Krókaleiðir (Detours)
Author
Ari Trausti Guðmundsson
Publisher
Uppheimar
Place
Akranes
Year
2006
Category
Poetry

úr bókinni

Undarlegt vor

Þokuflygsur tætast af fjallabrúnum
sjö pílviðartré svigna í áköfum vindi
svölurnar eru hættar leikandi steypiflugi.

Undir skrjáfi í sölnuðu laufi
gengur gömul svartklædd kona til kirkju við Plaça Major
blind með hvít augu.

Þar inni er fúkkalykt
en hverjum er ekki sama?

Það er gjörðin sem gildir
þegar gengið er inn miðskipið.

Gamla konan hlustar á vindinn
bendir á gólfið með staf sínum
þar sem rauðir mósaíkhanar
hafa legið greyptir öldum saman.

Hverjum galar haninn ef ekki okkur
á svona vori 
tautar hún.

Vindurinn gnauðar og svölurnar bíða átekta.

More from this author

Landið sem aldrei sefur (The land that never sleeps)

Read more

Eyjafjallajökull : Der ungezähmte Vulkan (Eyjafjallajökull : Grandeur of Nature)

Read more

Bæjarleið (Into Town)

Read more

Land þagnarinnar (Land of Silence)

Read more

Borgarlínur (City-Lines)

Read more

Landið sem aldrei sefur (The land that never sleeps)

Read more

Blindhæðir (Blind-Rise)

Read more

Vegalínur (Road-Lines)

Read more

Leiðin að heiman (The Road from Home)

Read more