Beint í efni

Ertu Guð, afi?

Ertu Guð, afi?
Höfundur
Þorgrímur Þráinsson
Útgefandi
Vaka-Helgafell
Staður
Reykjavík
Ár
2010
Flokkur
Barnabækur

Úr Ertu Guð, afi?

Mér krossbrá þegar leigubíllinn stoppaði í innkeyrslunni. Og ég mun aldrei gleyma því þegar afi Afríka stóð fyrir utan húsið okkar með hvíta, fallega hundinn sinn. Afi minnti mig á forseta eða frægan kvikmyndaleikara. Jakkafötin virtust tveimur númerum of lítil, ermarnar á hvítu skyrtunni náðu langt niður fyrir ermarnar á jakkanum. Ermahnapparnir úr gulli. Ég hefði getað speglað mig í glansandi fínum skónum og rauðköflóttu sokkarnir voru áberandi af því buxurnar voru of stuttar. Hatturinn var flottastur, svartur með lítilli, dökkrauðri slaufu að framan. Þegar ég leit út um gluggann hafði afi lagt gömlu, slitnu ferðatöskuna á gangstéttina og starði á húsið. Kannski var hann að bíða eftir að húsið segði góðan dag, gamli maður. Vertu velkominn. Ég þaut út. Afi kraup niður á annað hnéð þegar ég hljóp til hans. Hann opnaði faðminn og knúsaði mig fast.
„Loksins, loksins, loksins,“ sagði hann og kyssti mig á báðar kinnar. „Þú ert miklu fallegri en á myndum. Ertu alveg viss um að þú sért Emma Soffía?“
„Já,“ sagði ég á innsoginu.
„Þú ert svei mér stór. Og kjóllinn flottur.“
„Velkominn til Íslands, afi Afríka. Ég er búin að bíða eftir þér í ellefu ár. Og pabbi líka.“
„Ertu ellefu ára, Emma stóra? Ég hélt þú værir þrettán.“
„Hvað heitir hundurinn?“
„Tarzan,“ sagði afi og klóraði honum á bak við eyrun.

(bls. 9)

Fleira eftir sama höfund

Hjálp, Keikó! Hjálp!

Lesa meira

Hlæjandi refur: sagan um Úlfhildi og indíánastrákinn sem flúði til Íslands

Lesa meira

Spor í myrkri

Lesa meira

Amó Amas

Lesa meira

Þriðji ísbjörninn

Lesa meira

Fjögur í rusli

Lesa meira

Henrí og hetjurnar

Lesa meira

Íslenska kraftaverkið á bak við tjöldin

Lesa meira