Beint í efni

Feðgarnir á Fremra-Núpi

Feðgarnir á Fremra-Núpi
Höfundur
Ingibjörg Sigurðardóttir
Útgefandi
Oddur Björnsson
Staður
Akureyri
Ár
1965
Flokkur
Skáldsögur

Úr Feðgunum á Fremra-Núpi:

Séra Jón bendir nú brúðhjónunum að rísa úr sætum, eftir venju, og síðan ber hann fram, fyrst við brúðgumann, hinar formföstu hjónavígsluspurningar og fær þegar skýrt jákvætt svar við þeim. En þvínæst beinir hann þeim sömu spurningum til brúðarinnar ungu og bíður eftir svari hennar. Hjartað í barmi Svanhildar hrópar nei, en heilinn skipar tungunni að svara játandi. Það er algerð uppreisn innra með henni, en hún ætlar að hlýða skipun heilans og segja já, því var hún búin að heita foreldrum sínum, varir hennar bærast og mynda orðið já, en það nær ekki að hljóma í eyru prestsins. Svanhildur heyrir skyndilega þungan nið fyrir eyrum sér, presturinn verður eins og óljós sýn í fjarska, og svo hverfur henni allt. Séra Jón áttar sig fyrstur á því, sem er að gerast. Hann grípur snöggt um Svanhildi og ver hana falli. Handbókin fellur úr hendi hans niður á gólfið, en brúðurin hallast meðvitundarlaus að barmi hans. Slíka stund hefir séra Jón aldrei lifað áður. Þorgrímur áttar sig í fyrstu ekki á því, sem komið hefir fyrir Svanhildi. Þetta gerist svo snöggt og óvænt. Hann lítur hvasst á prestinn og spyr: - Hvað er að? - Brúðurin er fallin í öngvit, svarar séra Jón rólega. Þorgrímur stendur eins og steinrunninn, á meðan hann er að átta sig á kringumstæðunum, og hreyfir hvorki legg né lið. En Steinvör er þegar komin Svanhildi til hjálpar. - Við skulum fyrst leggja hana hérna upp í rúmið, segir hún við séra Jón, það er hægast. Þau lyfta henni sameiginlega og leggja hana í rúm Trausta, og Svanhildur hvílir nú sem lífvana á hvítum, mjúkum beði verkfræðingsins. Í stofunni ríkir næstu andartökin óhugnanleg þögn. Öllum viðstöddum er það ljóst, að hjónavígslunni verður ekki haldið áfram að sinni. Þorgrímur snarast fyrstur fram úr stofunni án þess að mæla orð. Hann verður að fá að vera einn um stund og átta sig betur. Slíkt reiðarslag hefir hann aldrei hlotið fyrr á ævinni. Hann reikar inn í svefnherbergi sitt og aflæsir því.

(s. 95-96)

Fleira eftir sama höfund

Hugsað heim: ljóð

Lesa meira

Glettni örlaganna

Lesa meira

Draumalandið hennar

Lesa meira

Feðgarnir á Fremra-Núpi

Lesa meira

Hrafnhildur

Lesa meira

Hrafnhildur

Lesa meira

Höll hamingjunnar

Lesa meira

Höll hamingjunnar

Lesa meira

Við bláa voga

Lesa meira