Úr Frá Ketubjörgum til Klaustra:
Guðmundur lét ekki sitja við tómar hugleiðingar, heldur dreif sig nú fram úr og klæddist. Veðrið var fagurt og bjart og hann „gekk upp á fjall“; tíndi nógan dýjamosa sem hann hafði heim með sér, þvoði og lagði í sterkt sóttvarnarlyf. Og hann lét prest sýna sér þá skurðarhnífa sem til voru í búinu. „Leizt mér vel á einn þeirra, og var hann dreginn á og dubbaður upp sem best.“
Á tilsettum tíma héldu þeir Guðmundur og prestur á stað yfir að Stapa „með mosann og hnífinn“. Þar var fyrir Árni héraðslæknir. Hann hafði með sér talsvert af tækjum og umbúðum, „en svo fór sem mig varði“ segir Guðmundur, „að hann var lítt viðbúinn því að gera skurðinn og búa um hann með fullri sóttkveikjuvarúð“. Ekki duldist Guðmundi „að hyggilegast myndi að taka fótinn af, því að sjúkdómurinn var bæði í fótlið og hnélið, ef ég man rétt, og skemmdin mjög mikil.“
(s. 215)