Beint í efni

Frænkuturninn

Frænkuturninn
Höfundur
Steinunn Sigurðardóttir
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
1998
Flokkur
Barnabækur

Úr Frænkuturninn:

Og strákarnir læddust upp hringstigann, ofurhljótt til þess að styggja ekki drauginn ef hann skyldi vera þarna.
Þegar þeir voru komnir upp á Snarbjartarhæð datt Brósa í hug að þeir ættu kannski að taka með sér súkkulaði til að blíðka hann.
Þeir fóru í skápinn hjá Snarbjörtu og fundu suðusúkkulaðið. Svo voru þeir að leggja af stað upp stigann þegar þeir heyrðu eitthvað sem líktist hrotum. Þeir horfðu skelkaðir hvor á annan og Brósi sagði: Ekki er okkur að dreyma þó Snarbjörtu hafi kannski dreymt.
Nei, sagði Óskar, þetta er enginn draumur. Þetta eru alvöruhrotur. Sækjum pabba.
Brósi sagði að það dygði ekki. Þá mundi draugurinn fælast og þeir fengju kannski aldrei annað tækifæri til að hitta hann. Óskari kom í hug það snjallræði að vopnast krossi ef draugurinn skyldi vera illur. Hann náði í krossinn sem hangir fyrir ofan rúmið hennar Snarbjartar og fór á undan upp stigann og Brósi á eftir með súkkulaðistykkið. Þegar Óskar ætlaði að opna hlerann mögnuðust hroturnar skyndilega.
Óskar kippti að sér hendinni og hörfaði niður stigann.
Brósa leist ekki heldur á blikuna og sagði að þetta minnti helst á ýlfrið í Fimm á vampíruveiðum.
Við verðum að bíða þangað til frænkurnar koma af vakt, sagði Óskar. Þetta er eitthvað fyrir þær.
Veran tæki strikið í burtu þegar þær kæmu, sérstaklega Hagbjört. Og þá fengjum við aldrei að sjá hvað þetta er. Okkur er áreiðanlega alveg óhætt að fara upp. Ef það væri til dæmis vampíra þá mundi krossinn líka duga á hana.
Hérna, sagði Óskar varfærnislega. Ég hef ekki séð Fimm á vampíruveiðum. Hvað gera aftur vampírur?
Þær sjúga blóð.
Líka úr börnum?
Ekki mjög mikið. Þær hafa víst mestan áhuga á fullorðnum konum.
Þá væru frænkurnar í hættu.

(s. 28-29)

Fleira eftir sama höfund

Tidstjuven

Lesa meira

Tidsrøveren

Lesa meira

Hundrað dyr í golunni

Lesa meira

Hugástir

Lesa meira

Gletschertheater

Lesa meira

Frænkuturninn

Lesa meira

Fiskarnas kärlek

Lesa meira

Fiskenes kærlighed

Lesa meira

Hálfdan Fergusson lämnar livet på jorden

Lesa meira