Serótónínendurupptökuhemlar
Lesa meiraReynir býr við allar aðstæður til að vera hamingjusamur, en er það ekki. Nú hefur hann fengið nóg. Reynir er orðinn leiður á að vera leiður. Hvernig vindur maður ofan af slíku óyndi, rótlausum beyg? Og hvað tekur við þegar skrefið er stigið og hjálpin berst? Friðgeir Einarsson tekst hér á við hversdagslega angist með sínum ísmeygilega húmor.. .Stórfiskur
Lesa meiraÉg hef séð svona áður
Lesa meiraTakk fyrir að láta mig vita
Lesa meira
Grátbrosleg lýsing á þunglyndi og kvíða
Friðgeiri heppnast meistaralega vel að lýsa hinum þunglynda huga Reynis án þess þó að steypa lesendum alla leið ofan í svartnættið.
Ég hef séð svona áður
Hversdagurinn er höfundi Ég hef séð svona áður hugleikinn. Persónurnar hafa (líkt og lesandinn) einmitt séð svona áður. En hversdagurinn er ekki endilega bara hversdagslegur, hann er dulur, óþægilegur, óljós og órökréttur. Í hverju hversdagslegu samtali liggur eitthvað ósagt, í hverri hversdagslegri athöfn falin önnur ókunnugleg athöfn. Ferðalög eru ákveðin þungamiðja smásagnanna, bæði þau landfræðilegu en ekki síður hin, þau sem eiga sér stað innra með fólki – og þau skapa ekki síður framandleika.
Takk fyrir að láta mig vita
Smásagnasafnið Takk fyrir að láta mig vita eftir Friðgeir Einarsson hefur að geyma þrettán smásögur. Það er vandasamt verk að fjalla um smásagnasafn á heildstæðan máta, sérstaklega þegar umrætt safn inniheldur mjög fjölbreyttar sögur, bæði hvað varðar sjónarhorn og efnisval. Þrátt fyrir að sögurnar séu margbreytilegar á yfirborðinu má engu að síður finna ákveðna stemningu sem sameinar sögurnar og umlykur verkið í heild sinni. Stemningin er ljúfsár þar sem Friðgeir dregur fram litlu atriðin í hversdagslífinu sem eru ósköp ómerkileg á yfirborðinu en reynast merkingarþrungin þegar kastljósinu er beint að þeim. Eftir lestur verksins er það angurværðin í sögunum sem stendur upp úr, smávægilega hryggðin sem sáldrað er yfir lífið í örlitlum skömmtum. Hryggðin sem við eigum að harka af okkur og ekki láta á okkur fá.