Beint í efni

Gælur, fælur og þvælur

Gælur, fælur og þvælur
Höfundar
Þórarinn Eldjárn,
 Sigrún Eldjárn
Útgefandi
Vaka-Helgafell
Staður
Reykjavík
Ár
2007
Flokkur
Barnabækur

Um bókina

Barnaljóðabók, ljóð eftir Þórarin Eldjárn, myndir eftir Sigrúnu Eldjárn. Geisladiskur fylgir bókinni þar sem Bára Grímsdóttir kveður kvæðin við forn íslensk rímnalög.

Úr Gælum, fælum og þvælum

Jónas litli
gagaraljóð

Í buxum, vesti, brók og skóm
barnið Jónas úti stóð.
Hlýddi á fugla, horfði á blóm,
Huldu sinni orti ljóð.

Honum fannst það heilög stund,
hugmynd spratt og til hans þaut:
Fífilbrekka gróin grund,
grösug hlíð með berjalaut ...

Fór hann upp á háan hól,
horfði á rjúpu flýja val.
Það var logn og það var sól,
þetta var í Öxnadal.

Fleira eftir sama höfund

Flügelrauschen

Lesa meira

Le sens pris aux mots

Lesa meira

Les visiteurs du passé

Lesa meira

Rester interdit

Lesa meira

Barnasögur úr ýmsum áttum

Lesa meira

Vaknaðu, Sölvi

Lesa meira

Ása og Erla

Lesa meira

Hér liggur skáld

Lesa meira

Im Blauturm

Lesa meira