Guðrún Hannesdóttir valdi vísurnar og myndskreytti bókina. Bókarskreyting á kápu er byggð á tréskurðarmyndum á Þjóðminjasafni eftir Hallgrím Jónsson.
Úr bókinni:
Uppi er kryppa á völu minni.
Segðu mér það spákona mín
sem ég spyr þig að.
Ég skal með gullinu gleðja þig,
silfrinu seðja þig
og silkinu vefja þig,
ef þú segir mér satt,
en í eldinum brenna þig
og á pönnunni steikja þig,
ef þú skrökvar að mér.
(34)