Úr bókinni
Þú ert veikur
Ég lá banaleguna í morgun og lítil stúlka sagði við sjálfa sig:
„Hún er svo friðsæl ..."
Hún, hugsaði ég með mér og horfði spurnaraugum
á barnið. Ég leit í kringum mig og sá að ekkert og enginn
kom mér kunnuglega fyrir sjónir. Ég lygndi augunum aftur
stutta stund. Aðeins dauðir fiskar synda með straumnum. Ég lá
banaleguna aðframkominn.
Þegar ég leit upp sá ég sjálfan mig synda af stað,
í svörtum kufli.