Beint í efni

Grímsævintýri: ævisaga hunds

Grímsævintýri: ævisaga hunds
Höfundur
Kristín Helga Gunnarsdóttir
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2012
Flokkur
Barnabækur


Myndskreytingar: Halldór Baldursson.



Um Grímsævintýri:



Hér fara æviminningar hundheppna hamingjudýrsins Gríms Fífils. Hann var fuglaveiðihundur sem veiddi aldrei fugla þótt hann gerði stundum flugu mein. Besta og Fúli völdu hann sérstaklega upp úr hvolpabæli úti í bæ og hann bjó með þeim og krílunum alla sína hundstíð. Grímur Fífill fór í hundaskóla en það átti ekki við hann. Samt kenndi Grímur Bestu og Fúla miklu meira en þeim tókst nokkru sinni að kenna honum. Góðir vinir ganga ekki endilega allir á tveimur fótum.



Úr Grímsævintýrum:



Á hverjum morgni er ég yfirgefinn. Besta og Fúli fara og í fyrstu óttaðist ég að þau kæmu aldrei aftur. Þegar ég var lítill þótti mér afskaplega erfitt að vera aleinn heima.



– Bíddu, Grímsi, og passaðu húsið, sagði Besta elskulega og kyssti mig á kollinn í fyrsta skipti sem þau skildu mig eftir einan.



– Heldurðu að hann skemmi nokkuð? spurði Fúli um leið og þau lokuðu dyrunum.



– Nei, nei, svaraði Besta. – Hann sefur bara þangað til við komum heim.



En hvernig datt þeim það í hug? Dæmalausir rugludallar. Halda þau að það sé skemmtilegt að vera skilnn eftir aleinn allan liðlangan daginn? Halda þau að ég reyni ekki að finna mér eitthvað að gera?



Ég skimaði í kringum mig, hlustaði á þögnina, fékk mér að éta, þeytti bolta undir rúm, horfði á fuglana út um gluggann, lagði mig, gólaði svo í von um að einhver kæmi en enginn kom. Ég litaðist um í eldhúsinu. Skáparnir voru lokaðir. Ég þefaði og fann óskaplega góða harðfiskblandaða súkkulaðilykt með örlitlum keim af gömlu kexi. Ég krafsaði í hurðina, hnusaði og skoðaði. Fljótlega komst ég að því að ef ég krækti loppunni í handfangið á skápnum losnaði hurðin og ilmurinn ljúfi og varð æsandi sterkur. Ef ég tosaði duglega opnaðist gáttin nægilega til þess að ég gat stungið trýninu inn og rótað í öllu sem ég sá.



Harðfiskinn kláraði ég í hveli og dálítið af plastinu sem hann var í. Svo lét ég súkkulaðikexið hverfa, opnaði pakka af pasta en það var ógeðslegt. Þegar ég var búinn með heilan poka af döðlum var mér orðið illt í maganum.



(17-9)


Fleira eftir sama höfund

Fíasól í fínum málum

Lesa meira

Elsku besta Binna mín

Lesa meira

Elsku besta Binna mín

Lesa meira

Fíasól er flottust

Lesa meira

Lekkasje

Lesa meira

Bíttu á jaxlinn Binna mín

Lesa meira

Bíttu á jaxlinn Binna mín

Lesa meira

Ríólítreglan

Lesa meira

Fíasól í fínum málum

Lesa meira