Úr Hreintjörnum:
Heim
Munblíð gegnum
minninganna
mistur skín
snauðum harða
hungurvíkin
heimbyggð mín.
Barnsins undrun
bjarta gleði
bitra sorg
glatast mér
í glaumi þínum,
glæsta borg.
Góða veröld,
gef mér aftur
gullin mín:
lífs míns horfna
ljósa vor,
ég leita þín.