Beint í efni

Í skugga trjánna

Í skugga trjánna
Höfundur
Guðrún Eva Mínervudóttir
Útgefandi
Bjartur
Staður
Reykjavík
Ár
2024
Flokkur
Skáldsögur,
 Sjálfsævisögur

Um bókina

Í skugga trjánna er skáldævisaga í anda Skeggs Raspútíns sem kom fyrst út árið 2016 og hlaut frábærar viðtökur bæði lesenda og gagnrýnenda. Guðrún Eva Mínervudóttir tekst hér á við veruleikann af einlægni og áræðni.

Úr bókinni

Ef marka mátti baksíðutextann var þetta ekki beint ljóðabók heldur esseyja um þá hugmynd Keats að fegurð sé sannleikur. Einnig saga hjónabands sögð í 29 tangóum. Tangó, líkt og hjónabandið, er eitthvað sem þarf að dansa til enda.
   Konseptið höfðaði til mín á sínum tíma, þegar ég var nýbúin að brotlenda hjónabandi númer eitt. Og núna stuggaði baksíðutextinn við gömlu sári með tvíelfdum hætti, vegna þess að síðast þegar ég las þessa sömu bók var ég í ástarsorg út af manni sem var núna nýdáinn. Það eru tvær sorgir fyrir eina á einstöku tilboði.
   Nokkrum vikum fyrir dauða sinn boðaði hann mig á sinn fund. Það kom ekki til greina annað en að hlýða kvaðningunni, enda löngu gróið um heilt á milli okkar. Mig langaði að færa honum eitthvað en hvað gefur maður einhverjum sem er að ljúka jarðvistinni? Það eina sem mér kom til hugar var matur, enda var minn fyrrverandi (köllum hann Hrafn) vart nema skinn og bein þegar þarna var komið sögu. Ég kom við á núðluhúsi við Hlemm, keypti tvær súpur í frauðplastskál og fékk skálarnar afhentar í tveimur plastpokum. Lötrandi með skálarnar gegnum miðbæinn og vestur í bæ leit ég út eins og vogin sem guðinn Anubis notaði til að mæla hjörtu nýdáinna forn-Egypta - á annarri vogarskálinni fjöður sem var táknmynd Ma'at, gyðju fegurðar og réttlætis sem bar ábyrgð á að viðhalda jafnvægi í alheiminum. Enda vildi ég trúa því að alheimurinn byggi yfir réttlæti sem væri ósýnilegt berum augum en óskeikult bakvið tjöldin.
   Áfangastaðurinn var kjallaraíbúð í Vesturbænum þar sem Hrafn bjó hjá vinkonu sinni, skáldinu Diddu. Niður að útidyrunum lágu breiðar tröppur og á þeim og undir stórum gluggunum voru blómapottar, kannski tuttugu eða þrjátíu talsins, blómin ýmist dauð eða sofandi enda var þetta í vetrarlok, áður en vorið kom til að endurlífga allt dótið.

(s. 36-37)

Fleira eftir sama höfund

Yosoy: Af líkamslistum og hugarvíli í hryllingsleikhúsinu við Álafoss

Lesa meira

Ljúlí ljúlí

Lesa meira

Essay on Happiness (brot)

Lesa meira

Skaparinn

Lesa meira

Pendant qu’il te regarde tu es la Vierge Marie

Lesa meira

Smásaga í Wortlaut Island

Lesa meira

Allt með kossi vekur

Lesa meira

Il circo dell arte e del dolore

Lesa meira