Laugardagur
Lesa meiraFriðþæging
Lesa meiraVinarþel ókunnugra
Lesa meiraSteinsteypugarðurinn
Lesa meira
Laugardagur
Laugardagur gerist, eins og titillinn gefur svo afskaplega vel til kynna, á einum laugardegi í lífi enska heilaskurðlæknisins Henry Perowne, nánar tiltekið þann 15. febrúar 2003. Hann vaknar óvænt eldsnemma um morguninn og verður vitni að brennandi flugvél sem flýgur yfir Lundúnarborg og stefnir á Heathrow. Auðvitað eru hryðjuverk það fyrsta sem honum dettur í hug en einn af þráðum verksins eru vangaveltur um stríðsreksturinn í Írak, þá rétt óhafinn, en nokkuð ljóslega yfirvofandi.