Úr Ísfrétt:
Hefnd
Bak við augu þín
önnur kona
sem fer höndum
um huga þinn
nóttin hylur mig
svörtu sjali
og rekur frá mér drauga
í draum þinn læði ég
vörðulausri þoku
vef dökku hári
um hvítan háls þinn
og herði að
svo ber ég ást mína út
urða í dauðri jörð.