Af bókarkápu:
Samband veitinga- og gistihúsa var stofnað fyirr fimmtíu árum eða hinn 6. september árið 1945. Í tilefni af afmælinu hefur Gylfi Gröndal rithöfundur skrifað þesa bók, sem hlotið hefur nafnið Gestir og gestgjafar, en hún fjallar um veitingastarfsemina í landinu frá upphafi vega. Saga veitinga- og gistihúsa er hluti þjóðarsögunnar, og hún gerist samhliða þeim stórstígu framförum og breytingum sem orðið hafa á þessari öld. Upphafið var ekki burðugt og mörgum fannst þróunin lengi vel hæg, en nú má segja að bylting hafi orðið á flestum sviðum veitingamennsku, ekki síst hvað matargerð varðar og vínmenningu. Þetta er viðburðarík saga og óvenjuleg sem koma mun lesendum á óvart. Brugðið er upp lifandi og minnisstæðum svipmyndum af tvennum tímum, sem oft eru ærið spaugilegir, ferill brautryðjenda er rakinn og ótal skemmtilegar sögur eru sgaðar. Bókin er prýdd fjölmörgum dýrmætum ljósmyndum, gömlum matseðlum og fleiri gögnum sem varpa ljósi á íslenskan veitingarekstur fyrr og nú.