Beint í efni

Jarðlag í tímanum

Jarðlag í tímanum
Höfundur
Hannes Pétursson
Útgefandi
Óskráð
Staður
Reykjavík
Ár
2011
Flokkur
Ævisögur og endurminningar

Minningamyndir úr barnæsku.

Útgefandi: Opna.

Af bókarkápu:

„Þú álfu vorrar yngsta land” kvað ættjarðarskáld. Vissulega er Ísland ungt á jarðsögulegan mælikvarða. Blágrýtið í Austurfjöllunum gegnt mér er þó fornt innan Íslands, víst 10-12 milljóna ára gamalt, margfalt eldra en mannkynið. Og svo er jarðarhnötturinn aðeins ungur depill í óendanlega fornum geimnum, Ísland depill á jarðarkúlunni, Sauðárkrókur depill innan Íslands og ég sjálfur depill innan þess depils. Af þeirri ástæðu skyldi maður hafa sig hægan.

Skáldið Hannes Pétursson tekur sér stöðu á Nöfunum fyrir ofan Sauðárkrók og skyggnist yfir svið bernsku sinnar norður í Skagafirði, rifjar upp mannlífið á Króknum, sumrin frammi í sveit, vegagerð á stríðsárunum og dregur upp minnisstæðar myndir af samferðamönnum í listilega smíðuðum frásögnum. Hér er lýst miklum breytingartímum sem mótuðu ungan Skagfirðing en umturnuðu einnig landinu öllu, heiminum öllum.

Fleira eftir sama höfund

Innlönd

Lesa meira

Eldhylur

Lesa meira

Ljóð í Cold was that Beauty...

Lesa meira

Birtubrigði daganna : lausablöð

Lesa meira

Ljóð í Wortlaut Island

Lesa meira

Ljóð í Treasures of Icelandic Verse

Lesa meira

Skemmtiskokk: úr Og dagar líða

Lesa meira

Á faraldsfæti: dagbókarblöð

Lesa meira

Lirica scandinava del dopoguerra

Lesa meira