Beint í efni

Kamilla Vindmylla og unglingarnir í iðunni

Kamilla Vindmylla og unglingarnir í iðunni
Höfundur
Hilmar Örn Óskarsson
Útgefandi
Bókabeitan
Staður
Reykjavík
Ár
2015
Flokkur
Barnabækur

Um bókina

Milla Mylla er mættust í sinni fjórðu bók ásamt félögum sínum og fjögur hundruð fimmtíu og níu sporðdrekum.

Hvernig bregðast krakkarnir við þegar Karítas, stóra systir hennar Kötlu, fer að haga sér líkt og hún eigi helst heima í japanskri hryllingsmynd?

Þeir sem þekkja Millu vita að hún er iðulega í alls konar vandræðum en þó aldrei jafn iðulega og einmitt núna.

Úr bókinni

   Kamilla Vindmylla hékk ekki inni þetta kvöldið en naut samt ekki sólarinnar og fuglasöngsins. Hún hékk vissulega úti en hún hékk þar neðan úr reipi sem var hnýtt við svera trjágrein í annan endann og fæturna á henni sjálfri í hinn. Eitt og sér var það rækilega fúlt en verra var þó að Milla hékk beint yfir gryfju sem var iðandi af sporðdrekum. Svo ægilega svörtum að þeir minntu á lifandi myrkur. Líkt og það væri síðan ekki nógu ferlegt þá var búið að flétta dínamítstangir við hárið á henni.
   Kamilla var kölluð Vindmylla vegna þess að stundum virtist munnurinn á henni tengdur við vindmyllu í snarbrjáluðu roki. Þá þutu orðin frá henni líkt og snjóhríð þannig að maður þurfti að forða sér hið snarasta og leita skjóls í næstu mögulegu þögn.
   Núna sagði Milla þó ósköp fátt. Hún hékk með krosslagða handleggi og virtist alls ekki ánægð með þessar aðstæður. Græna lopahúfan hennar hafði dottið af höfðinu og ofan í sporðdrekagryfjuna, húslyklarnir og síminn skriðu niður úr vösunum og fóru sömu leið. Sporðdrekarnir vissu ekki alveg hvernig þeir áttu að bregðast við þessum hlutum en réðust á þá bara til að vera vissir.

(s. 5-6)

 

Fleira eftir sama höfund

Holupotvoríur alls staðar!

Lesa meira

"Brúður"

Lesa meira

Kamilla Vindmylla og leiðinn úr Esjunni

Lesa meira

Kamilla Vindmylla og bullorðna fólkið

Lesa meira

"Einu sinni"

Lesa meira

"Uppvakningar"

Lesa meira

Funi og Alda falda

Lesa meira

Kamilla Vindmylla og svikamyllurnar

Lesa meira

Húsið í september

Lesa meira