Úr Klakabörnin:
Klakabörnin
Það sem eftir lifði nætur vorum við ljósur í ófrísk-
um huga konunnar. Það var kominn í hana kerl-
ingakuldi sagði hún og gamla konan í næsta rúmi
trúði okkur fyrir því að þetta yrði erfitt, hún væri
orðin svo kölkuð og köld. Sjálf sagðist konan hafa
verið skorin upp og í hana sett þessi klakabörn,
nú yrði hún að fæða. Og við tókum á móti, mögl-
andi að vísu, en kófsveittar yfir konunni kveinandi
um kuldann og beinfrosin börnin, hvað gátum við
gert? Vefjið þau inn í ylvolg handklæði, bað hún
þá, kannski þau þiðni. Við vorum að bleyta í hand-
klæðum, utangátta, þegar ein okkar hvíslaði:
Hugsiði ykkur, þær ganga fyrir batteríi og geta
ekki dáið – þetta væri efni í hryllingsmynd.