Sókrates er alræmdur maður af síðum Dagblaðsins þegar hann fær vinnu í kjötvinnslu á Kjalarnesi. Þar er tekið á móti honum af höfðingsskap og hlýju og hann hækkar fljótt í tign en myrk fortíð hans eltir hann upp metorðastigann. Nýr starfsmaður, formaður Þjóðernishreyfingarinnar – hvítt framboð, einnig alræmdur af síðum Dagblaðsins, hefur sterk áhrif á hann, og í sameiningu feta þeir heljarslóðir íslenskrar menningar fram að hinstu rökum.
Landvættir

- Höfundur
- Ófeigur Sigurðsson
- Útgefandi
- Mál og menning
- Staður
- Reykjavík
- Ár
- 2012
- Flokkur
- Skáldsögur