Úr Launkofa:
Sylvia Plath
Þú stingur fingri
út á milli rimlanna
en kannast ekki við
kjúkurnar
Nornin hefur náð þér
Og þú sem hélst að
hún biði aðeins
á bak við svefninn
Áður en hún borar sér
inn undir bringubeinin
og hjúfrar sig upp að
hjarta þínu
ljúktu upp ofnhurðinni
og ýttu henni inn