Sjóræningi segir frá
Lesa meiraFólkið sem gat ekki dáið
Lesa meira
Ævintýri á aðventu – sex þýddar skáldsögur
Fólkið sem gat ekki dáið
Um þessar mundir velti ég mikið fyrir mér flokkunum og flokkum menningar, en í námskeiðum sem ég kenni í Listaháskóla Íslands um menningarfræði og sjónmenningu er slík umræða mjög viðvarandi. Þegar ég tala um mismuninn á afþreyingarmenningu og fagurmenningu, eða bara Menningu með stórum staf vita flestir til hverskonar markalína ég vísa, en þó eru alltaf einhverjir sem bara hugsa ekki samkvæmt þessum línum. Nei, ég bara skil þetta ekki nógu vel sagði ein áhyggjufull nemönd, afhverju er þetta endilega flokkað þarna? Önnur kom með tillögu: að til væru verk - jafnvel nokkur fjöldi menningarafurða - sem væru eiginlega hvorki né, svona eins og unglingar, sagði hún, hvorki börn né fullorðnir.