Skáldsagan Rökkurbýsnir í þýskri þýðingu Betty Wahl. Útgefandi: S. Fischer.
Bókin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda í Þýskalandi.
Í sunnudagsblaði Frankurter Allgemeine, einu helsta dagblaði Þýskalands, sagði Tilman Spreckelsen gagnrýnandi að „ef Rökkurbýsnir eftir Sjón gefur rétta mynd af íslenskum bókmenntum eigum við sannarlega von á veislu í haust þegar Ísland verður heiðursgestur á Bókasýningunni í Frankfurt.“
Í umfjöllun um bók vikunnar á svissnesku útvarpsstöðinni DRS 2 lofaði svissneski verðlaunarithöfundurinn Melinda Nadj Abonji Rökkurbýsnir með þessum orðum:
„Rökkurbýsnir eftir Sjón er blanda af goðsögu og skáldsögu og stíll höfundarins er bæði raunsær og töfrum þrunginn og í textanum má greina áhrif framúrstefnunnar í Evrópu. Sú mynd sem Sjón dregur upp af heimalandi sínu Íslandi er bæði frumleg og áhrifarík.“