Beint í efni

Gestaboð um nótt

Gestaboð um nótt
Höfundur
Einar Bragi
Útgefandi
Hólar
Staður
Reykjavík
Ár
1953
Flokkur
Ljóð

Úr Gestaboð um nótt:

Gestaboð um nótt

Feginn er ég nóttinni
sem hlýjum vængjum vefur
vini mína og dagsins
og mér gefur
aðra nýja:
hýreyg stjarna útí geimi
stundarlengi frestað hefur
að steypa sér í djúpið,
máninn sefur
milli skýja,
og dularfullar verur
þeysa gandreið inn um glugga,
við mér stugga,
stöfum björtum
stjaka frá mér
hverjum skugga,
setjast hjá mér
kankvíslegar
og þær klaka
blítt við eyra,
hvílík kynstur
sem þær kunna
af vísum,
viltu heyra?
Einn er minnstur
allra í hópnum
:glettinn álfur
sem ég sjálfur:
ber í hendi
bláa fjöður
:sumargjöf frá
góðum föður:
og hann leggur
múkan oddinn
mér að brjósti
skýjaglópnum,
og hann kitlar
hjartabroddinn
svo ég kippist við
af gleði.
Ó ég legði
allt að veði
til að líf
af þessu tæi
færi eldi um
allar jarðir
allar sveitir
alla bæi,
þótt ég dæi síðan
dæi.

Fleira eftir sama höfund

Camminando nell'erica fiorita

Lesa meira

Poesia. Anno XVIII. N. 200 - Dicembre 2005

Lesa meira

Refrain

Lesa meira

[Sex ljóð]

Lesa meira

Þá var öldin önnur

Lesa meira

Þá var öldin önnur II

Lesa meira

Þá var öldin önnur III

Lesa meira

Eitt kvöld í júní

Lesa meira

Ljóð í Frændaröddir

Lesa meira