Úr Í ljósmálinu:
Bið
Hvílast í þögn og vaxa: vorsáð fræ
og vera sjálfur moldin sem því hlúir,
regn sól og vindur, himinn jörð og haf
hvílast í þögn og vaxa: verða tré
sem vetrarnakið bíður eitt og þráir
að finna brýnd við börkinn lítil nef.
Þá ymur tiginn álmur við og fagnar
Óðni vígður jafnt til söngs og þagnar.