Myndir eftir Önnu Cynthiu Leplar
Úr Lítil saga um latan unga
Eitt ágústkvöld þegar mamma hana Hreiðars var alveg að festa blund heimtaði hann mat. Strax. Hann harðneitaði að bíða eftir nýjum degi. Og veslings mamman sá ekki önnur ráð en að leggja af stað út í myrkrið.
Það fannst henni alveg voðalegt. Hún var nefnilega dauðhrædd um hann einan í hreiðrinu sem var fyrir löngu orðið allt of lítið fyrir hann og nú var komið svartamyrkur. Hann var svo ónýtur að fljúga og hún þorði ekki að hugsa það til enda hvað yrði um hann ef hann dytti niður úr trénu.
Þú lofar að hreyfa þig ekki á meðan ég er í burtu, sagði hún og kyssti Hreiðar á nebbann.
Flýttu þér þá, sagði hann og saug upp í nefið. Og hreiðrið hallaðist þegar hún lyfti sér til flugs.
(bls. 6)