Beint í efni

Óþelló

Óþelló
Höfundur
William Shakespeare
Útgefandi
Vaka-Helgafell
Staður
Reykjavík
Ár
2016
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um þýðinguna

Óþelló er sígilt meistaraverk, æsispennandi harmleikur um valdabaráttu, losta og afbrýðisemi, sem talið er að William Shakespeare hafi ritað árið 1603 og er byggt á Un Capitano Moro eftir ítalska skáldið Cinthio. Þessi örlagasaga hverfist um Óþelló, foringja í her Feneyinga; Desdemónu, heittelskaða eiginkonu hans; Kassíó, trygglyndan vin, og hinn undirförla Jagó sem nýtur trausts Óþellós en svíkur hann þó.

Úr þýðingunni

Jagó

Að Kassíó elski hana tel ég trúlegt,
að hvort hún elski hann, jú, sennilega.
Og Márinn (sem ég reyndar þoli ekki)
er eðlistraustur, ástríkur og heill.
Og eflaust mun hann reynast Desdemónu
mjög dýr sem maki. Ég ann henni líka,
ekki af tómri girnd (þótt vísast sé ég
borgunarmaður fyrir slíkri synd)
heldur í von um svölun hefndarþorsta.
Mig grunar að sá graði Mári hafi
brokkað í mínu bóli, sú tilhugsun
sem eiturnál í innyfli mín stagar
og ekkert getur sálu mína sefað
uns geld ég líku líkt, klof fyrir klof.
Takist það ekki, mun ég Márann fylla
svo ógnarsterkri ástaröfundarsýki
að dómgreind fær ei læknað. Mér mun heppnast
ef Feneyjarfíflið, veiðihundurinn minn,
óhlýðnast ekki flautu minni og svipu,
að taka Mikael Kasíó hreðjataki,
úthúða honum stíft í Márans eyru
(því einnig Kassíó komst í mína kussu)
og þiggja Márans þökk og ást og laun
fyrir að krýna sjálfan hann til kokkáls
og róa svo með hans sálarró og næði
til sturlunar. Hér hugur línu leggur
en lymskan fellir ei grímu fyrr en heggur.

(55-6)

 

Fleira eftir sama höfund

Hinn alveg frábæri og hræðilegi harmleikur um Rómeó og Júlíu

Lesa meira

Lér konungur

Lesa meira

Ofviðrið

Lesa meira