Um þýðinguna
Guðbergur Bergsson þýðir. Myndskreytingar úr handritum Maya. Vigdís Finnbogadóttir ritar formála.
Úr bókinni
Trémennirnir urðu viti sínu fjær yfir ósköpum sem á þeim dundu og vissu ekki sitt rjúkandi ráð á hlaupunum. Þeir reyndu að klifra upp á húsin, en þau brunnu undan þeim og féllu í rúst. Þeir reyndu að klifra upp í tré, en trén hristu þá af sér. Þeir ætluðu að fela sig í hellum og gjótum sem lokuðust fyrir þeim.
Þannig var þessum mönnum eytt og þeir skildu eftir aðeins eitt merki um tilveru sína, apakettina sem ráfa núna um fjöllin.
Fyrir bragðið er apakötturinn Koy nauðalíkur manninum.
(16-7)