Um bókina
Ljóðasafn Lindu Vilhjálmsdóttur geymir allar ljóðabækur hennar frá árabilinu 1990‒2022, níu talsins, auk nokkurra ljóða sem birst hafa á öðrum vettvangi eða eru áður óbirt.
Allt frá því að fyrsta bók Lindu, Bláþráður, kom út árið 1990 hafa ljóð hennar um samtíð og samfélag, vald og viðhorf, vakið athygli og hreyft við lesendum. Fyrir ljóðabókina Frelsi, sem Linda sendi frá sér árið 2015, var hún tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.
Inngangsorð bókarinnar skrifar Kristín Eiríksdóttir skáld og í bókarlok er viðtal Hauks Ingvarssonar, bókmenntafræðings og skálds, við Lindu þar sem hún segir frá uppvexti sínum og ævi, skáldskap og skoðunum.
Úr bókinni
ekki orð
blóðdropa
beinflís
húðpjötlu
hárlokk
naglarbrot
duft úr eldi
sem upp kom á fyrra ári
en slokknaði á þessu
ég sendi þér draug
(Árbók Ferðafélgags Íslands 1995 (Á Hekluslóðum))