Beint í efni

Skáld um skáld

Skáld um skáld
Höfundur
Jón Kalman Stefánsson
Útgefandi
Félag íslenskra bókaútgefenda
Staður
Reykjavík
Ár
2003
Flokkur
Ritstjórn / Umsjón útgáfu


Bókin var gefin út af Félagi íslenskra bókaútgefenda í tilefni af Viku bókarinnar 2003. Ritstjórar: Eiríkur Guðmundsson og Jón Kalman Stefánsson.

Úr inngangi:

Það er saga á bak við þessa bók, hún verður ekki endilega sögð öll hér, en sjálfsagt er  að taka það fram að fyrir um það bil tveimur árum sendu ritstjórar bréf til fjörutíu einstaklinga, báðu þá um að leggja til efni í sérhefti Bjarts um íslenskan skáldskap á tuttugustu öldinni, og skrifa um þann íslenska höfund sem hefur skipt þá máli, sem hefur haft áhrif á þá og/eða fylgt þeim um langa hríð.

Efnistök og nálgum voru hverjum og einum í sjálfsvald sett, lengdin að þremur síðum, en það einungis hugsað sem viðmið og ekki tekið hátíðlega. Nokkrir voru fljótir að skila, sumir báðu um frest, síðan leið tíminn. Ritstjórar voru annarshugar, þeir drolluðu í ljóðum, þeir horfðu á stjörnur. Þegar ár var liðið  frá því að bréfið var sent úr hafði um tugur einstalklinga skiða inn, sá fjöldi reis tæplega undir hefti þannig að haft var samband við fleiri. Enn leið tíminn og núna, á vordögum 2003, lítur það svona út:

Sérhefti Bjarts um íslenskan skáldskap á tuttugustu öldinni er orðið að bókinni Skáld um skáld, gefin út í tilefni af Viku bókarinnar og með greinum eftir tuttugu fræðimenn og rithöfunda.

(5)

Fleira eftir sama höfund

Hjarta mannsins

Lesa meira

Harmur englanna

Lesa meira

Himnaríki og helvíti

Lesa meira

Verschiedenes über Riesenkiefern und die Zeit

Lesa meira

Skáldskapur er ekki kanínur upp úr hatti

Lesa meira

Að breyta lífi: gestaskrif

Lesa meira

Umskiptingurinn

Lesa meira

Gullregn úr ljóðum Jóhanns Gunnars Sigurðssonar

Lesa meira

Spurningin um að komast af : viðtal við Geirlaug Magnússon

Lesa meira