Beint í efni

Skáldið er eitt skrípatól. Um ævi og skáldskap Fernando Pessoa

Skáldið er eitt skrípatól. Um ævi og skáldskap Fernando Pessoa
Höfundur
Guðbergur Bergsson
Útgefandi
JPV útgáfa
Staður
Reykjavík
Ár
2019
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um bókina

Bókin er að hluta til fræðirit og að hluta til þýðingar á verkum Pessoa.

Portúgalski rithöfundurinn Fernando Pessoa (1888–1935) er einn máttarstólpa í menningarumræðu á tuttugustu öld. Hann var ljóðskáld, gagnrýnandi, heimspekingur og þýðandi en lengi framan af vissu menn ekki hvernig taka átti orðum hans, hver mælti hverju sinni, því hann skrifaði ekki alltaf undir eigin nafni. Hann skapaði í huga sér ótal ólík skáld og orti fyrir munn þeirra, þau helstu voru Alberto Caeiro, Alvaro de Campos og Ricardo Reis. Guðbergur Bergsson þýðir af stakri snilld meginhluta kvæðasafns Pessoa – greinir frá uppvexti hans og helstu áhrifavöldum og skýrir að auki þann bakgrunn sem mótaði skáldið.

Úr bókinni

Skráð í ferðabók á glámbekk

Ég kem frá héraðinu í kringum borgina Beia.
Ég er á leiðinni niður í miðbæinn í Lissabon.
Ég kem ekki færandi hendi og mun ekki finna neitt.
Ég er fyrirfram leiður á því sem ég mun ekki finna
en söknuðurinn er hvorki tengdur fortíð né framtíð:
Ég skil eftir í þessari bók mynd af dauðum áformum:
Ég var alveg eins og grasið en þeir rifu mig ekki upp.

 

 

Fleira eftir sama höfund

De l'exil

Lesa meira

Svanurinn á kínversku

Lesa meira

Hin eilífa þrá

Lesa meira

Smásaga í Icelandic Short Stories

Lesa meira

Als isländischer Autor im Ausland

Lesa meira

Androclus und der Löwe

Lesa meira

Die Frau mit dem Proviantkasten

Lesa meira