Beint í efni

Skrípið

Skrípið
Höfundur
Ófeigur Sigurðsson
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2024
Flokkur
Skáldsögur

Um bókina

Hér segir vesturíslenskt tónskáld frá tónleikum sem hann stóð fyrir í Eldborgarsal Hörpu, þar sem hinn látni píanóleikari, Horowitz, endurflutti tónleika sína frá Ríkistónlistarskólanum í Moskvu árið 1986. Viðburðurinn gerir stormandi lukku og okkar maður leggur drög að tónleikaferðalagi en þegar Kóvid-faraldurinn brestur á fara plönin út um þúfur. Fastur í sóttkví í Belgíu greinir hann frá undirbúningi tónleikanna og ræðir um jötna og geimfólk, frið og frelsi, landflutninga og upplausn.

Úr bókinni

   Sumum líður svo vel í skóla að það er óhugnanlegt. Geta ekki hugsað sér að takast á við heiminn fyrir utan gluggann og skjáinn. Sumir fara aldrei úr skólanum sínum og verða að lokum kennarar í eigin skólastofu. Ég get ekki hugsað mér meiri hrylling. Þetta fólk mun eiga svo erfitt eftir dauðann þegar stjörnusjálfið er komið á sporbaug um jörðu. Innan um öll gervitunglin og geimruslið. Á sorphaug um jörðu, liggur mér við að segja. Fyrst voru löndin gerð að ruslahaug. Þá höfin. Nú er það geimurinn sem á að taka við draslinu okkar. Dvölin á jörðinni er sjálf menntunin. Í náttúrunni. Að virða fyrir sér fuglalífið. Skordýralífið. Fyrir utan gluggann. Fyrir utan skjáinn. Þarna úti. Handan við sviðsmyndina þar sem eldurinn brennur. Það er sannleikurinn og lífið. Það er skólinn. Ekki skólakerfið eða skipulögðu trúarbrögðin. Heldur maður sjálfur, náunginn og náttúran. Vírusinn er ótti og einangrun. Vírusinn er kennarinn í eigin skólastofu. Hvort sem hann er búinn til á kínverskri tilraunastofu eða stafaði af þessum viðbjóðslega matarmarkaði í Wuhan. Beltisdýraát og skelfilegt dýraníð. Ótti og einangrun. Fólk vill frekar sprauta í sig fljótandi tölvukubbi og láta stórfyrirtæki stjórna sér með 5g. Ígræðslur stórfyrirtækja. Loftnet á hausnum. Gervihnattadiskar. Heldur en að takast á við sín eigin hegðunarvandamál. Ég veit að Klaas og Emma eru hugsi yfir mér. Ég er búinn að vera hérna svo lengi. Eitt og hálft ár, fastur. Sumir hælisleitendur kannski lengur í kjallaranum. Ég hef horft upp á fólk koma og fara. Hann vill vísa mér á brott en ég get hvergi farið. Ég er ólöglegur. Óalandi. Óferjandi. Nú þegar sól mannsins er tekin að hníga í vestri.

(s. 76-77)

Fleira eftir sama höfund

Skáldsaga um Jón

Lesa meira

Heklugjá

Lesa meira

Váboðar

Lesa meira

Öræfi

Lesa meira

Handlöngun

Lesa meira

Provence í endursýningu

Lesa meira

Tvítólaveizlan

Lesa meira

Biscayne Blvd

Lesa meira