Beint í efni

Steinsteypugarðurinn

Steinsteypugarðurinn
Höfundur
Ian McEwan
Útgefandi
Almenna bókafélagið
Staður
Reykjavík
Ár
1987
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um þýðinguna

The Cement Garden eftir Ian McEwan í þýðingu Einars Más.

Úr Steinsteypugarðinum

Það var ekki ég sem drap pabba. Þó er ekki laust við að stundum hafi mér fundist sem ég hjálpaði honum áleiðis. En fyrir utan þá staðreynd að dauða hans bar að um leið og mikilvæg tímamót urðu á þroskabraut minni, skipti hann litlu máli miðað við það sem síðar gerðist. Ég og systur mínar töluðum um hann út vikuna sem hann dó, og það er rétt að Sue grét þegar mennirnir á sjúkrabílnum sveipuðu hann eldrauðu teppi og báru hann burt. Hann hafði verið veikgeðja og uppstökkur þverhaus með gulleitar hendur og gulur í framan. Það er aðeins til að útskýra hvernig ég og systur mínar komumst yfir kynstrin öll af sementi að ég læt þessa litlu frásögn af dauða hans fylgja.

(s. 7)

Fleira eftir sama höfund

Laugardagur

Lesa meira

Friðþæging

Lesa meira

Vinarþel ókunnugra

Lesa meira