Beint í efni

Strandir

Strandir
Höfundur
Gerður Kristný
Útgefandi
Óþekktur/Unknown
Staður
Reykjavík
Ár
2012
Flokkur
Ljóð

Útgefandi: Mál og menning.

Úr Ströndum:

 

Veisla

 

Dauðinn er
dama á rauðum skóm

 

Hún veður
inn í skápa
nær í nýþveginn dúk
og dekkar borð

 

puntar með postulíni

 

Dauðinn gefur ekki
þumlung eftir

 

Hún bræðir
súkkulaðiplötu í potti
og hringir í
vini mína

 

Hún breytir um rödd
til að blekkja þá
og býður þeim heim

 

Þeir koma
einn af öðrum
dáist að tertunum
og trakteringunum

 

og skónum sem
skildir voru eftir

 

(50-1)

 

Fleira eftir sama höfund

Grasaferð að læknisráði : viðtal við Svövu Jakobsdóttur

Lesa meira

Smásaga í Meren neitoja ja meren miehia

Lesa meira

Ísfrétt

Lesa meira

Eitruð epli

Lesa meira

Ljóð í Cold was that Beauty...

Lesa meira

Garðurinn

Lesa meira

Ég veit þú kemur: Þjóðhátíð í Eyjum 2002

Lesa meira

Launkofi

Lesa meira

Prinsessan á Bessastöðum

Lesa meira